Verjan

Skoða innihald

Aðalval

Velkomin á síðuna okkar :)


29. maí 2013


Það er sko ýmislegt búið að vera í gangi hjá okkur Verjunum undanfarið.

Við erum ávallt að vinna í samstarfi okkar við FRÆið en nú vinnum við að nýju verkefni með þeim og nokkrum öðrum einstaklingum um jafningjafræðslu en það mun allt skýrast betur síðar.Andrea Ýr fór og kynnti Verjuna fyrir Kynís, Kynfræðifélag Íslands, á aðalfundi félagsins 28. maí þar sem hún gekk einnig til liðs við félagið og er nú komin í stjórn Kynís. Gríðarlega spennandi :)

Þar sem sumarið er á næsta leiti þá mun starfsemi Verjunar minnka talsvert þar sem skólar og félagsmiðstöðvar fara í frí. En aftur á móti erum við ávallt tilbúnar í að fræða og getum tekið að okkur ýmis verkefni í sumar og því er bara um að gera að senda okkur fyrirspurn hér á síðunni eða í tölvupósti (verjan@verjan.is).Gleðilegt sumar :D :D :D

Endilega like-ið síðuna okkar á facebook ;)
23. apríl 2013


Það er sko búið að gaman hjá okkur í Verjunni undanfarið!  

Við erum búnar að fara í fræðsluferðir í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu og fórum í æðislega ferð á Grímsnes þar sem við vorum beðnar um að fræða um kynheilbrigði, sleikkeppnir, munn- og neftóbak og ólögleg vímuefni. Þar voru sko aldeilis flottir krakkar!

Við erum alveg að elska þessar ferðir okkar og viljum endilega fá sem flestar!  

Endilega hafið samband ef einhverjum vantar einhverskonar forvarnarfræðslu en við höfum verið duglegar að hanna ný fræðsluefni eftir eftirspurn og erum opnar fyrir öllu. Einnig erum við spenntar fyrir að fara meira í fyrirtæki með fræðslu tengda heilsu eins og t.d. blóðþrýsting, blóðsykur, hreyfing, mataræði eða bara hvað sem er!  

Verjan@verjan.is og einnig er hægt að senda beina fyrirspurn hér á síðunni.Munið svo að það er alltaf hægt að senda okkur spurningar um kynlíf, fíkniefni, sjálfsmynd eða bara hvað sem er! Ekki vera feimin, sendið inn nafnlausa spurningu.
21. febrúar 2013


Við í Verjunni erum á bleiki skýi eftir fræðsluna í gærkvöldi! Stelpurnar í Ekkó voru svo endalaust frábærar! Þar komu upp fullt af skemmtilegum pælingum og umræðum sem okkur þykir sko ekki leiðilegar! Við hittum svo strákana í Ekkó fljótlega og efumst ekki um að þeir verði jafn frábærir.

Áfram Ekkó!1. nóvember 2012


Nú er aldeilis mikið búið að vera að gerast hjá okkur í Verjunni!

Um daginn fórum við að hitta frábæra fólkið bak við smokkur.is en það fyrirtæki styrkir okkur um smokka sem við dreifum til unglinga í kynfræðslu. Margar skemmtilegar hugmyndir um frekara samstarf komu upp á þessum fundi. Spennandi tímar framundan!FRÆ sem rekur forvarnir.is birtu grein upp úr BS-ritgerð Andreu um kannabis og forvarnarfræðslu 30. október og hægt er að skoða þá grein með því að smella hér.Svo erum við að undirbúa okkur fyrir 19. nóvember en þá er opið hús hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í tilefni 25 ára afmælis húsnæði þeirra. Við vorum beðnar um að koma og vera með kynningu á okkar stafsemi og erum bara duldið mikið spenntar og stoltar af því  :D21. september 2012

Loksins, loksins er síðan okkar orðin að veruleika :D :D :D

Hér verður hægt að sjá allt sem er að gerast hjá okkur og ýmsar fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar.

Við, Verjurnar, fögnum einnig nýju skólaári og erum að vinna hörðum höndum að hönnun nýrra fræðsluefna.  Allt er á fljúgandi siglingu en starfið okkar mun aðallega hefjast í október þar sem við munum keyra allt almennilega í gang.
Því er um að gera að senda okkur fyrirspurn um fræðslu á verjan@verjan.is


 
Aftur í innihald | Aftur í aðalval